Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 11:10:09 (1846)

1996-12-05 11:10:09# 121. lþ. 36.8 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[11:10]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Í þessu tilfelli er það ekki framkvæmdarvaldið sem er að breyta þessari skipun mála. Hér er lagt til að löggjafarvaldið geri það með lagabreytingu. Á því er nokkur munur, en fyrirkomulag um biskupskjör er allt markað af löggjafarvaldinu og lýtur lögum þannig að hér er aðeins um litla breyting á löggjafarrammanum um val á biskupi Íslands og þar er þá verið að ákvarða að þetta skuli gert til fimm ára. En það er löggjafarvaldið sem hefur markað þessu bás. Ég veit ekki til þess að það sé ósátt um þetta við kirkjuna. Ég hef ekki orðið var við það.