Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:07:12 (1890)

1996-12-05 14:07:12# 121. lþ. 36.1 fundur 146. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (rekstrartap, afskriftareglur, hlutabréf o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:07]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um það að hafa sem almenna reglu í skattalögum að lengja yfirfæranlegt tap úr fimm árum í átta ár. Það hefur ekki komið skýrt fram í efh.- og viðskn. hvaða áhrif þetta kemur til með að hafa á ríkissjóð. Fyrir liggja ónákvæmar áætlanir um þennan þátt mála. Við teljum að hér sé enn og aftur gengið erinda fyrirtækja í landinu í stað þess að skoða nánar skattamál einstaklinga. Það er matsatriði hins vegar hvort greiða eigi atkvæði gegn þessari útfærslu eða sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Við stjórnarandstæðingar munum kjósa sumir að greiða atkvæði gegn þessu máli, aðrir sitja hjá, í þeirri von að betri útfærsla á málinu fáist milli 2. og 3. umr. eða við seinni upptöku þessara skattalaga.