Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:15:03 (1894)

1996-12-05 14:15:03# 121. lþ. 36.1 fundur 146. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (rekstrartap, afskriftareglur, hlutabréf o.fl.) frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:15]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í 11. gr. er verið að heimila innheimtuaðilum aðgang að fasteigna-, skipa- og ökutækjaskrá í því skyni að sannreyna eignarstöðu einstakra gjaldenda. Tölvunefnd lagðist gegn því að innheimtuaðilar fengju aðgang að fasteignaskrá. Hér er um að ræða mál sem hefði þurft að athuga miklu betur og við í stjórnarandstöðunni greiðum atkvæði gegn þessari breytingu.