Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:21:21 (1896)

1996-12-05 14:21:21# 121. lþ. 36.2 fundur 143. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# (hlutdeildarskírteini, afföll) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:21]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Frv. sem hér kemur til atkvæða er tæknilegs eðlis og lýtur að útfærslu á fjármagnstekjuskatti stjórnarflokkanna. Það fjallar um staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts. Minni hluti efh.- og viðskn. var andvígur málinu þegar það var lögfest í vor, þ.e. útfærslu ríkisstjórnarflokkanna á fjármagnstekjuskattinum, og er það enn. Öll varnaðarorð okkar um slæman undirbúning hafa ræst sem sést vel á tilurð þessa frv. þar sem verið er að lappa upp á löggjöf sem enn hefur raunverulega ekki tekið gildi. Frv. og breytingartillögunum er ætlað að lappa upp á ónýtt kerfi að okkar mati. Við munum sitja hjá við einstakar greinar frv. enda eru það stjórnarflokkarnir sem bera ábyrgð á þessari útfærslu. Ég greiði ekki atkvæði.