Breytingar á lögum um LÍN

Þriðjudaginn 10. desember 1996, kl. 13:40:39 (1948)

1996-12-10 13:40:39# 121. lþ. 38.91 fundur 136#B breytingar á lögum um LÍN# (aths. um störf þingsins), JónK
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[13:40]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Hv. 4. þm. Norðurl. e. krefst þess að forsrh. segi b. Ég er mjög ánægður með það náttúrlega að hann segi frekar b heldur en a. Hins vegar vil ég koma þeim upplýsingum inn í þessa umræðu að í fjárln. í gærkvöldi kynnti ég stjórnarandstöðunni tillögur ríkisstjórnarinnar varðandi lánasjóðinn, það sem að fjárlögunum snýr. Gert er ráð fyrir viðbótarútgjöldum vegna þessa máls um 100 millj. kr. á næsta ári samkvæmt bréfi sem barst frá fjmrn. í gær og ég kynnti stjórnarandstöðu á fjárlaganefndarfundi í gærkvöldi. Það er þá sú upphæð sem ríkisstjórnin, ég tek það þannig, reiknar með að þetta samkomulag kosti.

Ég ætla ekki að blanda mér í umræður um þetta að öðru leyti en vil upplýsa þetta við þessa umræðu.