Umferðarlög

Þriðjudaginn 10. desember 1996, kl. 21:43:16 (2005)

1996-12-10 21:43:16# 121. lþ. 38.12 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[21:43]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Það verður ekki sagt um hv. þm. Hjörleif Guttormsson að hann tilheyri hinum þögla meiri hluta. Ég er einn af flm. tillögu á þskj. 79 og ég tel það ávinning að tillagan hafi komið fram. Hún hefur orðið til þess að umræða varð miklu meiri um þetta mál en annars hefði orðið. Ég tel að öll umræða um bætta umferðarmenningu sé til góðs. Þessi tillaga hefur ásamt öðrum málum sem flutt eru á hinu háa Alþingi hlotið umfjöllun, álits hefur verið leitað og ekki kastað til þess höndunum. Fólk vinnur og vill vinna, eins og hv. þm. veit, af mikilli ábyrgð sín störf. Ég hef nokkra sérstöðu þeirra þingmanna sem fluttu þessa tillögu. Ég á sæti í allshn. og hef einfaldlega í millitíðinni hafandi fengið álit þeirra sem gerst þekkja komist að niðurstöðu um að ekki sé ástæða til að fylgja fram þessari tillögu.