Tekjuskattur og eignarskattur

Þriðjudaginn 10. desember 1996, kl. 22:02:34 (2010)

1996-12-10 22:02:34# 121. lþ. 38.9 fundur 146. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (rekstrartap, afskriftareglur, hlutabréf o.fl.) frv., Frsm. minni hluta ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[22:02]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Hwrra forseti. Hv. formaður efh.- og viðskn. gerði grein fyrir tillögum meiri hluta nefndarinnar. Þetta eru smávægilegar tillögur og engar stórar efnisbreytingar fyrir utan að það hafði gleymst að setja inn ákvæði í sambandi við hátekjuskatt, en það var kynnt allan tímann í umræðunni og við föllumst á að standa að því máli og ekki er ágreiningur um það. Einnig styðjum við að lækka útsvarsprósentu. Við skildum það svo að það sé samkomulag við sveitarfélögin varðandi þann þátt. Um þessar brtt. er í sjálfu sér ekki neinn ágreiningur.

Hins vegar skiluðum við í stjórnarandstöðunni minnihlutaáliti varðandi þetta mál við 2. umr. Við erum andsnúin fjölmörgum ákvæðum í frv. um tekju- og eignarskatt. Afstaða okkar kom skýrt fram við 2. umr. þessa máls og mun koma fram við lokaafgreiðslu málsins að lokinni 3. umr., við atkvæðagreiðslu þá. Ég sé ekki ástæðu til að gera þessar brtt. að frekara umtalsefni.