Fjáraukalög 1996

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 15:48:42 (2053)

1996-12-11 15:48:42# 121. lþ. 40.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[15:48]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. 45 millj. kr. af þessum lið eru ætlaðar til að greiða uppbætur til lífeyrisþega í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og gerir minni hluti fjárln. ekki athugasemdir við það. Hins vegar eru 25 millj. kr. til komnar vegna endurmats á eftirlaunum fyrrverandi bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Útvegsbanka Íslands og er ætlunin að verja þeim til uppbóta á eftirlaun þeirra 15 aðila sem þeirra njóta þrjú ár aftur í tímann. Hér er á ferðinni það hróplega óréttlæti sem felst í því að nokkrum eftirlaunaþegum eru tryggðar háar fjárhæðir mánaðarlega með viðmiðunum við hálaunamenn í bankastjórastólum á sama tíma og elli- og örorkulífeyrir alls almennings hefur verið aftengdur við almenna launaþróun í landinu. Minni hlutinn tekur ekki þátt í þessari afgreiðslu.