Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 15:56:27 (2057)

1996-12-11 15:56:27# 121. lþ. 40.3 fundur 143. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# (hlutdeildarskírteini, afföll) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[15:56]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þetta frv. sem nú er að verða að lögum er tæknilegt frv. um breytingu á lögum um staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts. Brtt. meiri hlutans við 3. umr. eru smávægilegar lagfæringar. Minni hluti efh.- og viðskn. gerði grein fyrir afstöðu sinni við 1. og 2. umr. þessa máls. Við vorum og erum andsnúin þeirri útfærslu fjármagnstekjuskatts sem ríkisstjórnin lögfesti í vor. Þetta tæknilega frv. við staðgreiðsluþátt þess máls breytir í engu grundvallarafstöðu okkar. Við munum eins og við 2. umr. sitja hjá við brtt. meiri hlutans og við málið í heild enda er það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.