Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:12:21 (2067)

1996-12-11 16:12:21# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., ÓÖH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:12]

Ólafur Örn Haraldsson:

Virðulegi forseti. Aukinn umferðarhraði eins og gert er ráð fyrir í þessari brtt. mun leiða til mikilla slysa ef samþykkt verður. Ég vil einnig láta það koma fram að samkvæmt athugunum sem ég hef fengið niðurstöður af mun aukinn umferðarhraði umhverfis Reykjavík og höfuðborgarsvæðið, þar sem hann yrði 110 km, valda verulegri mengun hér á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim ástæðum, en þó fyrst og fremst vegna aukinnar slysahættu, segi ég nei.