Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:13:15 (2068)

1996-12-11 16:13:15# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:13]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég hef iðulega reynt að halda lögin og halda hámarkshraðann á þjóðvegunum en það veldur mikilli slysahættu vegna þess að umferðin er einfaldlega hraðari. Þess vegna neyðist maður oft til þess, sérstaklega þegar umferð er mikil, að keyra hraðar vegna þess að annars er sífellt verið að taka fram úr sem veldur slysahættu.

Hins vegar eru vegirnir ekki undir það búnir að taka við þeim hraða sem hér er gert ráð fyrir sem hugsanlega veldur enn meiri hraða. Ég get ekki vegið þessa þætti hvorn á móti öðrum og greiði ekki atkvæði.