Tekjuskattur og eignarskattur

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:26:33 (2071)

1996-12-11 16:26:33# 121. lþ. 40.11 fundur 146. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (rekstrartap, afskriftareglur, hlutabréf o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:26]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þetta frv. er eitt af aðalmálum ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Það endurspeglar efnahags- og skattastefnu sem stjórnarandstaðan er andvíg. Brtt. meiri hlutans hér við 3. umr. eru smávægilegar og munum við sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þær en við munum greiða atkvæði gegn frv. í heild enda lýsir það rangri skattastefnu í verulegum atriðum.