Tekjustofnar sveitarfélaga

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:40:14 (2076)

1996-12-11 16:40:14# 121. lþ. 41.1 fundur 173. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (sumarhús o.fl.) frv., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[16:40]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er sú skýring á því að sveitarfélögin eiga að vera búin að tilkynna fjmrn. útsvarsprósentu sína fyrir 15. des. 15. des. er að koma og þess vegna höfum við gripið til þess ráðs eða hef ég verið að þrýsta á að fá þetta mál afgreitt svona. Ég biðst hins vegar afsökunar á því hve seint þessi brtt. er fram komin en þær orsakir lágu til þess að samkomulag lá ekki fyrir milli ríkis og sveitarfélaga um þetta atriði. Reyndar standa enn þá nokkur atriði óuppgerð á milli ríkis og sveitarfélaga en samráðsfundur ríkis og sveitarfélaga verður haldinn á mánudaginn kemur og þá vonast ég eftir að þau mál leysist öll í kjölfarið á þeim fundi.