Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 12. desember 1996, kl. 13:33:20 (2078)

1996-12-12 13:33:20# 121. lþ. 42.95 fundur 137#B tilkynning um dagskrá#, Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[13:33]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Í dag, klukkan 5 síðdegis, fer fram utandagskrárumræða. Málshefjandi er hv. þm. Guðmundur Lárusson. Menntmrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa, hálftíma umræða, og er efni hennar kennsla í iðjuþjálfun á háskólastigi.

Að öðru leyti vill forseti taka eftirfarandi fram um dagskrána í dag: Forseti hyggst byrja á 1. dagskrármálinu, Umferðarlögum, það er 3. umr. og væntanlega verður atkvæðagreiðsla í lok hennar. Síðan verður tekið fyrir 4. dagskrármálið, Fiskveiðar utan lögsögu Íslands, 2. umr. Verði þeirri umræðu ekki lokið kl. 5 síðdegis verður gert hlé á henni um stutta stund. 2. dagskrármálið, Lánsfjáraukalög, sem er til 1. umr., verður tekið fyrir að lokinni utandagskrárumræðunni sem forseti var að tilkynna um.

Um fundarhaldið að öðru leyti, þar á meðal um 3. dagskrármálið, Málefni fatlaðra, verður nánar rætt á fundi formanna þingflokka og forseta sem verður boðað til fljótlega.