Viðvera ráðherra og frumvarp um málefni fatlaðra

Fimmtudaginn 12. desember 1996, kl. 13:37:06 (2081)

1996-12-12 13:37:06# 121. lþ. 42.91 fundur 139#B viðvera ráðherra og frumvarp um málefni fatlaðra# (aths. um störf þingsins), Forseti RA
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[13:37]

Forseti (Ragnar Arnalds):

Áður en lengra er haldið vill forseti vekja athygli á því að rétt áðan var forseti að segja frá því að fundur yrði haldinn með formönnum þingflokka og forseta um frv. um málefni fatlaðra sem er 3. dagskrármálið og það verður ekki tekið fyrir fyrr en að loknum þeim fundi. Þessi frestun er einmitt gerð til að koma til móts við þá gagnrýni sem fram hefur komið þannig að það gefist færi á að ræða málið.

Varðandi athugasemdina sem kom fram í upphafi frá hv. 4. þm. Vestf. vill forseti geta þess að það er rétt að hæstv. sjútvrh. hafði veikindaleyfi í gær og gat þá ekki verið viðstaddur en hann er væntanlegur á hverri stundu.