Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 12. desember 1996, kl. 16:53:40 (2097)

1996-12-12 16:53:40# 121. lþ. 42.4 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[16:53]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Eins og áður hafði verið tilkynnt var áformað að utandagskrárumræða hefðist kl. fimm og var þá einnig ráðgert að fresta þessari umræðu þá hálfu klukkustund sem sú utandagskrárumræða stæði yfir. Forseti mun grípa til þess ráðs að gefa næsta ræðumanni orðið og biðja hann allra náðarsamlegast að haga sínum málflutningi þannig að hann geti gert hlé á ræðu sinni verði henni ekki lokið um fimmleytið.