Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 12. desember 1996, kl. 18:29:46 (2122)

1996-12-12 18:29:46# 121. lþ. 42.4 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[18:29]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er eiginlega nýtt í þessari umræðu að núgildandi lög séu til umræðu. Það er engin að ræða um núgildandi lög. Það er fyrst og fremst verið að ræða um þetta frv. sem á að fara gegnum þingið. Og það er verið að gagnrýna að ekki séu sett skýr skilyrði fyrir því hvernig ráðherra getur beitt sínum valdheimildum. Það er það sem verið er að gagnrýna. Ráðherra vitnar til þess að núgildandi lög séu jafnvel verri og af því að þau séu verri þá hljóti þetta að vera í lagi. Það er enginn að ræða þetta út frá þessum nótum. Menn eru fyrst og fremst að ræða út frá þeim nótum að í því frv. sem liggur fyrir þinginu er kveðið á um gríðarlegt valdframsal til ráðherra og það eru engin skilyrði sett fyrir því hvernig hann eigi að nýta þetta vald. Það er það sem er verið að gagnrýna. Svo kemur ráðherra hér upp og segir: Ja, þetta er nú svo opið núna að það hlýtur að vera í lagi að hafa þetta svona. Þetta eru frekar undarleg rök og léttvæg. Og ef ráðherra ætlar að leika sér að því að snúa út úr málflutningi manna þá getur hann gert það. En hann gerir það þá bara á eigin ábyrgð.