Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 13:49:30 (2149)

1996-12-13 13:49:30# 121. lþ. 43.1 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[13:49]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Það er megingregla í þjóðarétti að viðkomandi fánaríki hafi lögsögu yfir skipi sem statt er á úthafinu. Í allri vitleysunni sem er að finna í þessu frv. þá er nú kannski gengið hvað lengst í þessari grein því hér á að setja reglu sem er andstæð við gildandi þjóðréttarreglur um það að viðkomandi fánaríki hafi lögsögu yfir skipi á úthafinu. Hér á að heimila íslenskum stjórnvöldum að taka yfir þessi skip ef þau vilja svo vera láta. Ég segi nei.