Fjárlög 1997

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 17:52:32 (2172)

1996-12-13 17:52:32# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. minni hluta GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:52]

Frsm. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins örstutt. Ég tel að grípa þurfi til ýmissa aðgerða vegna stöðu fjölskyldnanna --- vegna skuldastöðunnar. Fjölskyldurnar í landinu skulda 350 milljarða, sem er alveg gífurlega há fjárhæð. Það er vandi sem þarf að taka á. Ég vil taka undir að vinna þurfi nýtt greiðslumat svo hæstv. félmrh. fái þá aðeins meiri mæringu heldur en verið hefur og þykir honum þó nóg um. Ég lýsi hins vegar yfir miklum áhyggjum af því hvernig fer með Framkvæmdasjóð fatlaðra. Þar var gert ráð fyrir 420 millj. kr. frá erfðafjárskatti og ég hef áhyggjur af því hvernig sú upphæð nýtist.

Ég held ég endi þetta með því að hvetja hæstv. félmrh. til að vinna að því að koma upp, ásamt hæstv. fjmrh., einhverjum sparnaðarhvata sem gæti orðið til þess að fólk liti öðrum augum á fjármunina en eyddi þeim ekki alveg um leið og þeir eru komnir í hendur einstaklinganna og helst áður.