Fjárlög 1997

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 21:59:30 (2187)

1996-12-13 21:59:30# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[21:59]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er kannski ekki að krefjast þess að hv. 4. þm. Norðurl. e. hafi traust á menntmrh. Mér þykir a.m.k. ólíklegt að hann kunni á sigð. Hins vegar hefur það komið í ljós og meiri hluti fjárln. hefur kynnt sér það að það er vilji hjá menntmrn. til að semja við viðkomandi skóla um gildistölur og þeirra rekstur. Og eins og kom fram bæði í ræðu minni og andsvari hér áðan er áríðandi að gengið verði frá þeim málum áður en skólarnir skipuleggja sitt nám að hausti. Þetta liggur fyrir.

Það er eitt mál enn sem ég kom ekki að í andsvari mínu áðan en það stendur ekki annað til en að hér verði rædd málefni sjúkrahúsanna, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu við 3. umr. Mér heyrðist hv. þm. láta að því liggja að það ætti að læða þessum málum hér í gegnum þingið á bak við þingmenn. Ég sagði í framsöguræðu minni að þeim málum væri frestað til 3. umr. þar sem það hefði tekið lengri tíma en ætlað var að fara yfir þau. Því að hér er ekkert um einfalt mál að ræða. Ég leyni því ekkert.