Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:06:42 (2214)

1996-12-14 11:06:42# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:06]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Fjárln. hefur eingöngu fjallað um útgjaldahlið frv. Tekjuhlið þess bíður til 3. umr. og allt bendir til þess að tekjuhliðin sé vanáætluð um 1,5--2 milljarða. Við teljum að áætlunin byggi á röngum grunni varðandi breytingartillögur meiri hlutans upp á 710,9 millj. og munum styðja margar þeirra tillagna og við flytjum nokkrar breytingartillögur við gjaldahlið frv. sem rúmast fyllilega innan fjárlagarammans.