Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:13:30 (2215)

1996-12-14 11:13:30# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:13]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða brtt. sem er flutt í beinu framhaldi af þeim miklu umræðum sem urðu um stöðu raungreina í grunnskólum. Tillagan gengur út á það að Rannsóknastofnun uppeldismála fái fjármunina en að undirbúið verði raungreinaátak í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Akueyri, Kennaraháskóla Íslands og grunnskólanna en allt verði þetta undir forustu menntmrh. Ég tel að hér sé um rökrétta niðurstöðu að ræða af þeim umræðum sem urðu um þessi mál fyrir nokkrum dögum.

Þá voru haldnar mjög dramatískar ræður um ástand raungreina af ýmsum stjórnarliðum, m.a. tveimur hv. þm. Framsfl. Ég mun taka grannt eftir því hvernig þeir greiða atkvæði nú í atkvæðagreiðslu um þessa tillögu sem ég vona að þingheimur eins og þeir og allir aðrir samþykki.