Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:16:30 (2216)

1996-12-14 11:16:30# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:16]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það eru hér tvær litlar tillögur um það að taka myndarlega á í sambandi við endurbætur á tveimur mikilvægum framhaldsskólum í Reykjavík, annars vegar Menntaskólanum í Reykjavík og hins vegar Fjölbrautaskólanum Ármúla sem hefur lengi beðið eftir því að þar yrði tekið myndarlega til hendinni. Menntaskólinn í Reykjavík liggur satt að segja undir stórkostlegum skemmdum vegna þess að þar hefur verið vanrækt allt eðlilegt viðhald á húsnæði og því eru þessar tillögur fluttar.