Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:32:52 (2224)

1996-12-14 11:32:52# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:32]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér kemur til atkvæða tillaga jafnaðarmanna um nýjan lið. Við leggjum til nýjan lið í fjárlögunum, Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi, 70 millj. kr. Við Íslendingar höfum verið nánasarleg í okkar þróunaraðstoð, framlög okkar langt undir því hlutfalli sem vestræn ríki og þar með hinar efnameiri þjóðir leggja af mörkum. Framlög okkar eru þjóðinni til vansæmdar. Við getum betur og eigum að gera betur. Þess vegna legg ég þessa tillögu fram og ég segi já.