Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:44:12 (2229)

1996-12-14 11:44:12# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:44]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér leggur minni hluti fjárln. til að liðurinn Starfsmenntun í atvinnulífinu verði áfram sjálfstæður liður eins og verið hefur í félmrn. en með þeirri tillögu sem meiri hlutinn hefur lagt til eða sem lagt er til í frv., þá ætlar ríkisstjórnin að gera þennan lið að nokkurs konar hliðarbúgrein í Atvinnuleysistryggingasjóði.

Minni hluti fjárln. telur nauðsynlegt að þessi liður sé merktur sérstaklega til þessa mikilvæga verkefnis sem er starfsmenntun í atvinnulífinu. Aðeins þannig er tryggt að það fé sem um ræðir verði framvegis notað til eflingar starfsmenntun sem er eitt mikilvægasta verkefni í atvinnulífinu í dag. Ég segi já.