Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:57:35 (2236)

1996-12-14 11:57:35# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:57]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér kemur til atkvæða tillaga þingflokks jafnaðarmanna um nýjan lið, Vímuefnavarnir undir heilbrigðismál. Við höfum hugsað okkur að þessi fjárhæð, 20 millj., fari til fræðslu og forvarna heima í héraði og þannig viljum við efla það forvarnastarf sem á að eiga sér stað á heilsugæslustöðvum, að reglubundin fræðsla fari fram á heilsugæslustöðvum sem taki mið af þörfum ólíkra hópa í þjóðfélaginu, t.d. ungmenna sem horfið hafa úr skyldunámi, t.d. foreldra og forráðamanna barna, ungmenna sem lenda í vanda, barnshafandi kvenna, fjölskyldna ofneytenda og fleiri. Við viljum að unnt verði að sinna þessu forvarnastarfi á heilsugæslustöðvunum og í næsta nágrenni við þá sem lenda í erfiðleikum vímuefnaofneyslunnar. Ég segi já.