Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 12:04:27 (2237)

1996-12-14 12:04:27# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[12:04]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Fram undan eru kjarasamningar og í þeim verður að taka á því óþolandi launamisrétti kynjanna sem við vitum að er þjóðarskömm. Hér er lagt til að búinn verði til sérstakur launapottur sem síðan verði notaður til þess að bæta sérstaklega laun kvenna. Hér er kærkomið tækifæri fyrir Sjálfstfl. til þess að fylgja eftir samþykktum síðasta landsfundar og því efast ég ekki um að þessi tillaga fái drjúgan stuðning.