Tryggingagjald

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 15:13:14 (2253)

1996-12-16 15:13:14# 121. lþ. 45.3 fundur 145. mál: #A tryggingagjald# (gjaldhlutfall) frv. 156/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[15:13]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég get staðfest allt sem hv. þm. sagði. Ég hef fylgst með þessu máli. Þarna er um lagatæknilegt atriði að ræða, hvort eðlilegt sé að vísa í bráðabirgðaákvæði í lögum um eitthvað sem ekki er skeð. Ég tel hins vegar að það sé í lagi og eftir þeirri skoðun sem fram hefur farið á mínum vegum, og ég hef rætt þetta við formann nefndarinnar, og ég held að hann sé samþykkur því að gera þetta svona. Hin leiðin væri sú að um leið og Tryggingasjóður einyrkja yrði að lögum væri þetta frv. þá tekið upp aftur og látið fara í gegnum þrjár umræður í þinginu. Það finnst mér vera dálítið eins og að sækja vatnið yfir lækinn.