Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 16:34:15 (2268)

1996-12-16 16:34:15# 121. lþ. 45.5 fundur 181. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# frv. 152/1996, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[16:34]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Aðeins varðandi ummæli hv. þm. um metnað með áframhaldandi rannsóknir þá er nauðsynlegt að það liggi hér alveg skýrt fyrir að það er stefna Hafrannsóknastofnunar að halda þeim áfram af fullum krafti. Það svigrúm sem hér er verið að veita gefur kost á að auka þessar rannsóknir og það er talið að hægt sé að framkvæma innfjarðarannsóknirnar með leiguskipum. Og í ljósi þess sem var nefnt, eins og til að mynda rannsóknir á skelfiski og kúfiski, sem hv. þm. minntist sérstaklega á fyrir vestan og norðan, er í mörgum tilvikum eins og t.d. hvað kúfiskinn snertir um að ræða mjög sérhæfðar veiðar og nauðsynlegt hefur verið að leigja alveg sérstök skip og sérhæfð til að sinna þeim verkefnum. Þess vegna munu umrædd áform ekki draga á neinn hátt úr markmiðum manna með frekari rannsóknir á þessum sviðum nema síður sé. Ég held að í heild muni þetta mjög svo styrkja stöðu stofnunarinnar til frekari rannsókna.