Veiting ríkisborgararéttar

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 14:04:47 (2294)

1996-12-17 14:04:47# 121. lþ. 46.9 fundur 121. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (fyrra stjfrv.) frv. 154/1996, Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[14:04]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. allshn. um frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar og meðfylgjandi brtt.

Nefndin hefur fjallað um málið og var umfjöllun hennar með svipuðu sniði og undanfarin ár. Formaður og einn nefndarmanna fóru yfir þær umsóknir um ríkisborgararétt sem nefndinni bárust í því skyni að kanna hvort þær uppfylltu þau skilyrði sem allsherjarnefnd hefur sett fyrir veitingu ríkisborgararéttar, sbr. þskj. 723 á 118. löggjafarþingi. Síðan fjallaði nefndin í heild sinni um umsóknirnar.

Við afgreiðslu á frumvarpinu hefur nefndin haft að leiðarljósi fyrrgreindar reglur um veitingu ríkisborgararéttar. Umsóknir sem ekki hljóta afgreiðslu nú bíða þar til síðara frumvarpið um ríkisborgararétt verður afgreitt á vorþingi, en þá koma óafgreiddar umsóknir aftur til skoðunar.

Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali. Þar er lagt til að 53 einstaklingar fái íslenskan ríkisborgararétt.

Allir nefndarmenn undirrita nál.