Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 21:47:45 (2337)

1996-12-17 21:47:45# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 147/1996, 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 143/1996, 151. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 142/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[21:47]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta er nú tæpast svara vert því að ég kann ekki við rökræður af hálfu hv. þm. þar sem verið er að tala um að fólk sé ekki læst og það sé í rauninni ekki hægt að tala við það. Ég átta mig ekki almennilega á svona röksemdafærslu, hv. þm. Ég tel mig hafa fært fullkomin rök fyrir því sem ég hef sagt hérna. Ég ætla ekkert að fara að lesa upp nál. fyrir minni hlutann. Ég las þau og kynnti mér innihald þeirra. Ég vísa því til föðurhúsanna með læsið og bið hv. þm. að lesa sitt eigið álit þannig að hann geti þá séð hvað hann setti niður á blað eða hvað hann skrifaði undir.