Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 22:28:37 (2346)

1996-12-17 22:28:37# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 147/1996, 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 143/1996, 151. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 142/1996, Frsm. meiri hluta EKG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[22:28]

Frsm. meiri hluta samgn. (Einar K. Guðfinnsson) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég held að ég verði að mótmæla þessum síðustu orðum hv. þm. Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur því að sannleikurinn er sá að þingmenn stjórnarliðsins hafa setið hér undir þessum umræðum eins og eðlilegt er og tekið þátt í þeim líka. Og þó að það kunni að hafa verið þannig að stjórnarþingmenn hafi í einhverjum tilvikum ekki setið í salnum en setið hér í hliðarsölum og hlýtt á umræður, þá gefur það ekkert tilefni til umræðu eða yfirlýsinga af þessu tagi sem hv. þm. hafði hér yfir áðan. Og það er algerlega rangt að t.d. samgöngunefndarmenn hafi ekki tekið eðlilega þátt í þessari umræðu. Það hafa þeir sannarlega gert, hlýtt á þessar umræður. Hæstv. samgrh. hefur setið yfir þessum umræðum líka með eðlilegum hætti, blandað sér í þær með andsvörum og hefur þannig tekið þátt í þessum umræðum. Þetta er alveg fráleitur málflutningur eins og hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafði hér yfir áðan.