Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 23:53:00 (2356)

1996-12-17 23:53:00# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A #, 150. mál: #A #, 151. mál: #A #, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[23:53]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég met nú mikils vilja hæstv. forseta til þess að reyna að leita af sér allan grun um þetta samkomulag, hvort það finnst einhvers staðar hér í húsinu. En mér fyndist kannski (SJS: Er ekki ráðherra með það í bókinni?) spurning hvort það væri hægt að fara þannig í þetta að það yrði tekið hlé í örfáar mínútur meðan málið verður kannað frekar en að byrja á nýjum ræðuhöldum af mælendskránni. Því vil ég mælast til þess við forseta að það verði gert hlé ef nokkur vegur er fyrir hæstv. forseta að finna rök fyrir því án þess að ég gangi allt of nærri stjórn hans á þessum fundi.