Atvinnuleysi og vinnumarkaðsaðgerðir

Miðvikudaginn 18. desember 1996, kl. 13:08:57 (2365)

1996-12-18 13:08:57# 121. lþ. 48.1 fundur 224. mál: #A atvinnuleysi og vinnumarkaðsaðgerðir# fsp. (til munnl.) frá félmrh., GL
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur

[13:08]

Guðmundur Lárusson:

Herra forseti. Ég velti fyrir mér tilganginum með þessari fyrirspurn og hlýt að spyrja að því hvort sambandið innan þingflokks Framsfl. sé svo dapurt að hv. þm. verða að nota þessa aðferð til að komast að hæstv. ráðherrum.

Annaðhvort hlýtur tilgangurinn að hafa verið sá eða hinn, að gefa hæstv. félmrh. tækifæri til þess að lýsa því yfir að atvinnuástandið væri nú með besta móti og allt í betri átt. Ekki gat ég skilið mál hæstv. félmrh. svo að svo væri, því miður. Og enn sýnist mér nokkuð langt í land með það að efnt verði kosningaloforð Framsfl. um 12 þúsund ný störf sem lofað var þannig að mér sýnist fátt stefna í rétta átt í þessum efnum.