Fjarskipti

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 10:16:08 (2419)

1996-12-19 10:16:08# 121. lþ. 50.2 fundur 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 143/1996, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[10:16]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Um þetta mál gildir hið sama og um 149. mál. Það er ekki fullunnið og ýmsum spurningum er ósvarað. Um það mætti nefna nokkur dæmi. Ég vil sérstaklega nefna tvennt. Í fyrsta lagi þyrfti að skoða betur ákvæði 6. gr. um skilyrði fyrir veitingu rekstrarleyfa og hlutverk samgrh. í því ferli.

Í öðru lagi er furðulegt að menn skuli telja forsvaranlegt að ganga frá þessu máli og binda í lög án þess að fengist hafi niðurstaða í því hvað nákvæmlega felst í hugtakinu alþjónusta, sem er þó mjög mikilvægt atriði í þessu máli öllu. Það segir í skjali frá hv. ráðuneyti til samgn. að það sé hápólitískt mál sem hljóti að vera í höndum ráðherra. Honum er sem sagt eftirlátið að skilgreina þetta lykilatriði á sinn hápólitíska hátt. Ég mun sitja hjá við afgreiðslu þessa frv.