Fjarskipti

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 10:22:10 (2420)

1996-12-19 10:22:10# 121. lþ. 50.2 fundur 150. mál: #A fjarskipti# (heildarlög) frv. 143/1996, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[10:22]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegur forseti. Um er að ræða brtt. sem ég gerði að umtalsefni áður í atkvæðaskýringu um frv. í heild sinni. Hér er um það að ræða að samþykkja að óheimilt verði að leggja á sérstakt álag vegna langlínusamtala og taki þetta ákvæði gildi 1. júlí 1998. Það er að sumu leyti undarlegt að ákvæði af þessu tagi skuli vera sett í frv. sem fyrst og fremst felur í sér frelsi. Hér er hins vegar um mikilvægt jafnréttismál að ræða fyrir alla landsmenn og hefði málum betur verið farið svo að tillaga stjórnarandstöðunnar hefði verið samþykkt á vorþingi um sama efni þannig að tryggt hefði verið að landsmenn hefðu getað notið þessa jafnræðis örugglega og tryggilega því ýmsir hafa bent á að verulegar efasemdir séu uppi um að á miðju ári 1998 geti þetta ákvæði staðist, bæði tilskipun ESB og ýmsar ábendingar sem m.a. hafa komið frá Samkeppnisstofnun. En í trausti þess að það standist og fullyrðingar meiri hluta stjórnarinnar séu réttar segi ég já.