Póstþjónusta

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 10:25:35 (2421)

1996-12-19 10:25:35# 121. lþ. 50.3 fundur 151. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 142/1996, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[10:25]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Í þessu frv. eru í sjálfu sér litlar breytingar gerðar á núv. fyrirkomulagi póstþjónustu á landinu þrátt fyrir viðamikið frv. í blaðsíðum talið. Þar er í raun slegið á frest að innleiða þá þróun sem er að eiga sér stað annars staðar í Evrópu, nefnilega afnám einkaréttarleyfis og vaxandi samkeppni. Það er einnig í fullkomnu ósamræmi við önnur skyld frv. ríkisstjórnarinnar í þessum efnum, nefnilega um fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun. Frv. er hins vegar meinlaust í sjálfu sér og mun því njóta stuðnings þingflokks jafnaðarmanna.