Póstþjónusta

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 10:26:12 (2422)

1996-12-19 10:26:12# 121. lþ. 50.3 fundur 151. mál: #A póstþjónusta# (heildarlög) frv. 142/1996, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[10:26]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Í framhaldi af breyttum lögum um rekstur Pósts og síma var óhjákvæmilegt að endurskoða lög um póstþjónustu ekki síður en fjarskiptalögin sem voru áðan til umfjöllunar. Þetta þriðja frv. í póst- og símatríóinu er ekki jafnóljóst og illa unnið og hin tvö þótt eðlilegt hefði verið að þau hefðu öll fengið nánari umfjöllun í nefnd samhliða. Afgreiðsla allra þessara frv. hefði vel mátt bíða fram yfir áramót svo tími hefði gefist til að yfirfara þau betur. Ég er hins vegar tiltölulega sátt við efni þessa frv. og mun styðja það.