Fjáraukalög 1996

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 10:42:03 (2425)

1996-12-19 10:42:03# 121. lþ. 50.4 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[10:42]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil gera grein fyrir því varðandi þetta mál að á fjáraukalögum 1995 var 75 millj. kr. hagræðingarliður til þess að jafna halla nokkurra sjúkrahúsa og þessi hagræðingarliður er endurvakinn með þessari 35 millj. kr. fjárveitingu. Það er í rauninni aðeins sjúkrahúsið í Neskaupstað sem á eftir að ganga frá í þessum efnum og það er vegna þess að úttekt og tillögur stjórnar bárust á lokastigi og það er hlutverk heilbrrn. að ganga frá samningum við sjúkrahúsið um aðgerðir í kjölfar þess. Sá samningur lá ekki fyrir en ég tel að það eigi að vera svigrúm til þess, þegar það liggur fyrir, að ná því að jafna hallann, að ná langt til upp í það takmark án þess að þjónustu sjúkrahússins verði stefnt í voða.