Tryggingagjald

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 11:02:49 (2430)

1996-12-19 11:02:49# 121. lþ. 50.5 fundur 145. mál: #A tryggingagjald# (gjaldhlutfall) frv. 156/1996, Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[11:02]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir brtt. á þskj. 407 við frv. til laga um breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald. Þessi brtt. felur í sér að við lögin verði bætt ákvæði til bráðabirgða þess efnis að er sett hafi verið lög um tryggingasjóð einyrkja skuli tekjur af af atvinnutryggingagjaldi einyrkja af reiknuðu endurgjaldi þeirra sem falla munu undir gildissvið þeirra laga renna í þennan sjóð.

Hæstv. forseti. Þetta er einföld ráðstöfun gerð í því skyni að tryggja að hinn væntanlegi tryggingasjóður einyrkja muni hafa þær tekjur sem honum ber.