Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 11:59:07 (2434)

1996-12-19 11:59:07# 121. lþ. 50.7 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[11:59]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það sé engin ástæða til þess að tortryggja Atvinnuleysistryggingasjóð. Það sé alveg ástæðulaust. Þessir peningar eru merktir og verða notaðir til starfsmenntunar í atvinnulífunu, 47 milljónir, og 20 milljónir til atvinnumála kvenna.

Að sjálfsögðu kostar rekstur sambýla eitthvað, sagði hv. þm. Það var nú út af fyrir sig viðurkenning að hún skyldi hafa tekið eftir því. Því mér finnst að í allt of mörgum tilfellum átti menn sig ekki á því að rekstur kostar. Það er gaman að byggja en það kostar líka að reka. Að byggja sambýli kostar í kringum 20 milljónir en árlegur rekstur þess kostar 12--15 milljónir.