Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 12:00:33 (2436)

1996-12-19 12:00:33# 121. lþ. 50.7 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[12:00]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég man frá fyrri tíð eftir töluverðum umræðum á Alþingi m.a. um dvalar- og hjúkrunarheimilið Eir sem stóð fullbúið í marga mánuði, ef ekki skipti árum, áður en það var tekið í notkun vegna þess að það var ekki hugsað fyrir fjármagni til rekstrar. Ég hygg að það hafi nú komið fyrir með sambýli líka að ekki hafi verið hugsað fyrir rekstrinum þegar menn í ákafa sínum byggðu. Það er afar nauðsynlegt að reyna að nýta fjármagnið sem best og að því er unnið. Að reyna að gera sem mest úr peningunum og reyna að hafa þjónustuna sem besta eða fullnægjandi fyrir sem allra flesta sem hennar þurfa að njóta.