Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 12:23:40 (2441)

1996-12-19 12:23:40# 121. lþ. 50.7 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[12:23]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er ekki að ræða um það að hæstv. heilbrrh. sé með eitthvert smyglgóss inni í frv. Hins vegar tel ég að nánari og skýrari texta þurfi um það hvað gera eigi í þessum málum þannig að almenningi, jafnt sem okkur þingmönnum verði skýrt sagt frá því hvað eigi að gera og skýrari skilgreiningar þurfi á því t.d. hvar eru sjúkrahús rekin af sveitarfélögum o.s.frv. Mér finnst þeir kaflar ekki vera nægilega vel skrifaðir, og þess vegna sagði ég loðnir, til þess að hægt sé að fara fram með þá. En ef möguleiki er á því að fá þetta fram í 3. umr., sem sagt endurrita þessa kafla með skýrari hugtökum, þá er ég tilbúin að kyngja því.