Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 12:32:06 (2446)

1996-12-19 12:32:06# 121. lþ. 50.7 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, LMR (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[12:32]

Lára Margrét Ragnarsdóttir (andsvar):

Það var ágætt að fá þessa spurningu, hæstv. forseti, því að hæstv. heilbrrh. skilur enn ekki hvað ég hef verið að segja. Ég er ekki að tala um að fjölga yfirstjórnum. Ég er að tala um að halda sömu tölu yfirstjórna og jafnvel fækka í þeim. Ég tel að það verði metnaður sérhverrar yfirstjórnar að gera betur en aðrar stjórnir og því muni fólk sækja til heilsugæslustöðva eftir því hvaða gæði og hvers konar þjónustu þær veita. Þar með standa þær í, ég vil ekki segja samkeppni, en þær munu alla vega byggja upp faglegan metnað af meiri þrótti.