Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 12:36:22 (2448)

1996-12-19 12:36:22# 121. lþ. 50.7 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, Frsm. minni hluta ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[12:36]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. formaður efh.- og viðskn. var að gera grein fyrir breytingartillögum meiri hluta nefndarinnar. Það hefur verið fjallað um þessi efnisatriði í efh.- og viðskn. Þessar breytingartillögur breyta engu um eðli bandormsins sem verið er að fjalla um. Gagnrýni okkar stendur að öllu leyti. Við erum óánægðir með fyrirkomulag starfsmenntunar sem er fært til í einni af breytingartillögunum.

Varðandi refamálin þá eigum við kannski eftir að ræða þau betur þegar kemur að peningamálum í þeim þætti, en mitt erindi hér er fyrst og fremst að ítreka það að andstaða okkar við bandorminn eins og komið hefur fram í umræðunni er óbreytt. Öll okkar rök gegn þessari stefnu standa. Þessar breytingartillögur meiri hluta efh.- og viðskn. breyta engu um þann þátt.