Skipulagslög

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 13:32:30 (2452)

1996-12-19 13:32:30# 121. lþ. 50.9 fundur 240. mál: #A skipulagslög# (skipan skipulagsstjórnar) frv. 159/1996, Frsm. ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[13:32]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á skipulagslögum frá umhvn. Nefndin stendur öll að flutningi þessa frv. Frumvarpið er flutt vegna breytinga sem hafa orðið annars vegar á embætti vita- og hafnamálastjóra og hins vegar vegna þess að um áramót verður embætti húsameistara ríkisins lagt niður. Til þess að fylla þá nefndarskipan sem húsameistari hefur átt aðild að í skipulagsstjórn ríkisins þarf að gera þessar lagabreytingar með þeim hætti að forsrh. skipi mann í skipulagsstjórn ríkisins.

Eins og kom fram hér fyrr í máli mínu stendur nefndin að þessu einhuga og vænti ég þess að málið fái skjóta afgreiðslu hjá hæstv. Alþingi.