Skipulagslög

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 13:36:16 (2454)

1996-12-19 13:36:16# 121. lþ. 50.9 fundur 240. mál: #A skipulagslög# (skipan skipulagsstjórnar) frv. 159/1996, Frsm. ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[13:36]

Frsm. umhvn. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og þingheimi er kunnugt liggur fyrir frv. sem vísað hefur verið til umhvn. þar sem komið verður í endanlegt horf skipan skipulagsstjórnar en þá verður gengið frá þeirri nefnd sem hér er til umræðu. Því er sú tillaga sem kemur fram í þessu frv. vegna þess tímabundna ástands sem nú skapast þegar embætti húsameistara ríkisins verður lagt niður nú um áramót og þar til að hæstv. Alþingi hefur væntanlega samþykkt frv. til skipulags- og byggingarlaga. Ástæðan fyrir því að forsrh. er hér nefndur til þess að skipa í nefndina er sú að húsameistari ríkisins heyrir nú undir forsrh.