Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 21:51:15 (2517)

1996-12-19 21:51:15# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[21:51]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er að hefjast atkvæðagreiðsla um svokallaðan bandorm. Hann einkennist af ranglátri stefnu ríkisstjórnarinnar að mati okkar stjórnarandstæðinga og bitnar á mennta-, heilbrigðis- og félagsmálum framar öðru. Stjórnarandstæðingar standa saman í þessu máli. Þeir hafa skilað sameiginlegu nefndaráliti og gert skilmerkilega grein fyrir afstöðu sinni í þeirri umræðu sem hefur verið bæði í dag sem og við 1. umr. Við munum gera grein fyrir afstöðu okkar gagnvart einstökum greinum þegar kemur að þeim í atkvæðagreiðslunum, en hér er verið að greiða atkvæði um að skerða lögbundinn tekjustofn til Þjóðarbókhlöðu og við erum andvíg því ákvæði.