Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 21:56:53 (2519)

1996-12-19 21:56:53# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, SJóh (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[21:56]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í þessari grein er enn gert ráð fyrir að lagt verði á svonefnt endurinnritunargjald, en útfærslan hefur nú svolítið breyst frá því sem frv. gerði ráð fyrir. Nú er gert ráð fyrir að greiða eigi 500 kr. fyrir hverja námseiningu sem áfangi sá sem nemandi fellur í eða hættir í fyrir próf er virtur á og er þessi leið sennilega aðeins auðveldari í útfærslu en sú sem áður var rætt um. Það breytir þó ekki eðli málsins. Þetta er frámunalega óréttlát skattlagning sem kemur verst við þá sem eiga erfiðast fyrir. Ég segi nei.