Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:02:46 (2521)

1996-12-19 22:02:46# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:02]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Hér er vegið að þeim sem síst skyldi. Sú skerðing á Framkvæmdasjóði fatlaðra um 255 millj. kr. sem fram kemur í 9. gr. er grófasta aðför sem gerð hefur verið að fötluðum í áratugi. Herra forseti. Þetta er ljótur minnisvarði um verk hæstv. félmrh. sem með þessu er að eyðileggja Framkvæmdasjóð fatlaðra. Það er til vansa fyrir þingið að samþykkja þessa tillögu. Ég segi nei.